Orðið allt of langt síðan við settum eitthvað hérna inn.
En við ætlum að reyna að bæta úr því. Endilega skiljið eftir comment á síðunni þið sem að eruð að skoða hana svo að við getum séð hvað margir fylgjast með okkur hérna inni.
Í gær laugardag (08.02.14) var aðalfundur Markviss haldinn að Skúlabraut 9. Hérna kemur úrtak úr því sem að rætt var á fundinum.
Skotfélagið Markviss
Fundarstjóri: Guðmann Jónasson
Ritari: Snjólaug M Jónsdóttir
Fyrsta mál fundarins var skýrsla stjórnar og ársreikningur var skoðaður og ræddur. Engar athugasemdir komu fram um reikning né skýrslu. Tap var á rekstri félagsins og var það aðeins hærra en hefði verið þar sem að lottotekjur voru ekki greiddar út fyrir áramót.
Því næst var kosið í stjórn en þeir Bergþór Pálsson og Kristófer Kristjánsson sögðu sig frá stjórnarstörfum hjá Markviss. Brynjar Þ Guðmundsson tók við stöðu ritara og Sverrir S Ingimarsson og Einar Stefánsson komu inn sem meðstjórnendur.
Snjólaug M Jónsdóttir situr áfram sem formaður og Guðmann Jónasson sem gjaldkeri.
Vallar og framkvæmdanefnd skipa, Sverrir Snær Ingimarsson, Einar Stefánsson og Brynjar Þ Guðmundsson.
Mótanefnd sitja áfram Guðmann Jónasson og Snjólaug M Jónsdóttir
Fjáröflunar og kynningarnefnd er í höndum Snjólaugar M Jónsdóttur aftur.
Fulltrúar á þing USAH eru þau Snjólaug M Jónsdóttir og Brynjar Þ Guðmundsson
Fulltrúar á þing STÍ eru Snjólaug M Jónsdóttir og Guðmann Jónasson, Brynjar og Jón Kristjánsson til vara.
Árgjald og vallargjöld haldast óbreytt frá síðasta ári.
Árgjald fullorðna 4500 kr
Unglingar 2000 kr
Vallargjöld eru 500 kr hringurinn fyrir félagsmenn og félagsmenn annara félaga. 1000 kr fyrir utan félags menn. 10 hringja kort á 4000 kr og 20 hringja kort á 7500 kr.
Hægt verður að kaupa skot á svæðinu og munu verðin vera eftirfarandi. 1pk (25 skot) 1000 kr, 1 kassi (250 skot) 8500 kr.
Breyting var gerð á styrkjum til félagsmanna fyrir þátttöku og árangur á mótum.
Þeir sem að taka þátt fá 10 hringi en ef þeir vinna flokkinn eða verða í 3 efstu sætum á mótinu þá fellur sá styrkur niður. Mest er hægt að fá 30 hringi fyrir mótið. Ákveðið var að þeir hringir sem að keppnismenn fá í styrki fyrnist að loknu næsta tímabili á eftir. 30 hringir fást fyrir sigur á móti, 20 hringir fyrir 2. Sæti og 15 hringir fyrir 3. Sæti. 10 hringir fyrir sigur í flokk. Eingöngu er gefinn styrkur fyrir besta árangur á hverju móti. T.d. ef einstaklingur vinnur flokkinn og lendir í 3. Sæti á mótinu þá fær hann styrkinn fyrir 3. Sæti.
Húnavakan og Íslandsmeistaramótið lenda á sömu helgi næsta sumar og því verður ekki fest niður strax hvernig mun fara fyrir opna deginum hjá okkur sem að er farin að verða árleg hefð.
Framkvæmdir verða einhverjar á svæðinu á þessu ári þar sem að við vonumst til þess að keppt verði í skotfimi á Landsmót 50+ árið 2015 þegar mótið verður haldið hérna á Blönduósi.
Það á að vinna í því að klára pallinn sem að var byrjað á síðasta sumar. Fara í smá jarðvegsvinnu á vellinum og laga þar til og þökuleggja fyrir utan völlinn. Helluleggja við markhúsið. Taka á stöðuna á ástandi klúbbhúsins og reyna að lengja líf þess um einhvern tíma.
Fjáröflun gekk þokkalega á síðasta ári og söfnuðum við tæpum 50 þús með sölu á páskaeggjum og armböndum fyrir ADHD félagið.
Í ár ætlum við að fara út í fjáröflun aftur og viljum við biðja alla sem að vilja hjálpa okkur að fylgjast með þegar það verður sent út hvaða sölu við munum fara út í.
F.H Stjórnar
Snjólaug M Jónsdóttir
Formaður