Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Á hverju ári gefum við það loforð að standa okkur betur í því að sinna heimasíðunni okkar og á hverju ári höfum við ekki staðið við þau loforð. En við vonum að árið 2016 verði árið sem við breytum því.

Verið er að skoða síðuna hjá okkur og finna hvernig við getum gert hana skemmtilegri í skoðun og virkni.

Endilega ef það er eitthvað sem að þið mynduð vilja sjá meira af hérna á síðunni nú eða bara sjá yfir höfuð sendið okkur þá línu á kronos@simnet.is og við finnum leið til að kippa því í liðinn.

 

Smá update það sem af er komið ári. Aðalfundur félagsins var haldinn 13. febrúar síðast liðinn. Smávægilegar breytingar urðu á stjórn félagsins Bjarnþóra M Pálsdóttir fór út úr stjórn og þökkum við henni fyrir vel unnin störf. Í hennar stað kom inn Sigurður Jónasson. Þeir Brynjar Guðmundsson og Jón Brynjar Kristjánsson höfðu sæta skipti og er Jón Brynjar þá komin í stjórn hjá okkur og Brynjar er varamaður í stjórn.

Að mestu voru þetta venjuleg aðalfundarstörf sem að áttu sér stað (5 klst af fjörlegum umræðum) en farið var út í hvaða framlvæmdir verður farið í á árinu og hvar áherslur munu verða.

 

Við vonum að með hækkandi sól náum við að standa okkur betur í skrifunum hérna á síðunni. Við vitum að ekki eru allir notendur á facebook og ætlum við því að gera bætur á þessu.

kv Snjólaug

Sigur hjá Snjólaugu

Posted: apríl 21, 2015 in Uncategorized

Snjólaug byrjar keppnistímabilið vel, en hún fór með sigur af hólmi í kvennaflokknum á landsmóti STÍ sem framfór í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Að loknum 3 umferðum voru Snjólaug og Helga Jóhannsdóttir SIH jafnar að stigum og þurfti  því að grípa til bráðabana til að útkljá málin. Svo fór að Snjólaug hafði betur, skaut 2/4 á móti 1/4.

Landsmót STÍ í Hafnafirði

Posted: apríl 7, 2015 in Uncategorized

Nú styttist í fyrsta landsmót tímabilsins, en það fer fram helgina 18-19 apríl á skotsvæði SIH á Iðavöllum.

Þeir sem hafa áhuga á að keppa á mótinu eru beðnir að láta stjórn Markviss vita sem fyrst á kronos@simnet.is

Skráningarfrestur á mótið rennur út á miðnætti þriðjudaginn 14 apríl.

Páskamót SR

Posted: apríl 7, 2015 in Uncategorized

Enn af páskamótum 🙂

Páskamót Skotfélags Reykjavíkur var haldið laugardaginn 4 apríl og átti skotf.Markviss þar 2 keppendur.

Guðmann Jónasson hafnaði í öðru sæti á mótinu og Snjólaug Jónsdóttir í því áttunda.

Á mótinu var prófaður raddstýribúnaður sem verið er að setja upp á völlum Skotf.Reykjavíkur fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara í byrjum júní.

Keppnistímabilið að hefjast

Posted: apríl 7, 2015 in Uncategorized

Nú eru páskarnir yfirstaðnir, páskamótið okkar var haldið á skírdag og voru 7 keppendur sem tóku þátt.

Úrslit urðu eftirfarandi.

A-flokkur.

1.Guðmann

2.Brynjar

3.Snjólaug

4.Sverrir

 

B-flokkur

1.Jóna

2.Jón Brynjar

3.Bjarnþóra

Myndir frá mótinu eru á facebook síðu Markviss

https://www.facebook.com/pages/Skotf%C3%A9lagi%C3%B0-Markviss/48190593328?ref=bookmarks

Minnum á páskamót Markviss sem fram fer á skírdag og hefst kl 14.00

https://www.facebook.com/events/554858024617705/

Árgjöld

Posted: mars 23, 2015 in Uncategorized

Kröfur vegna árgjalda 2015 ættu að skjóta upp kollinum í heimabönkum félagsmanna á næstu dögum.
Lítilsháttar hækkun er á árgjaldi en það fer úr kr.4500 í kr.5000
Æfingagjöld eru óbreytt frá síðasta ári.
Nánari upplýsingar um verðskrá má sjá hér
https://www.facebook.com/pages/Skotf%C3%A9lagi%C3%B0-Markviss/48190593328?sk=info&tab=page_info

Aðalfundur Skotf.Markviss

Posted: febrúar 21, 2015 in Uncategorized

Aðalfundur skotf.Markviss fór fram í dag.

Helstu fréttir eru þær að Bjarnþóra M. Pálsdóttir kom inn í aðalstjórn

í stað Sverris S. Ingimarssonar.

Varamenn í stjórn eru þeir Eysteinn Jóhannsson og Jón Brynjar Kristjánsson.

Ákveðið var að halda æfingagjöldum óbreyttum en smávægileg hækkun verður á árgjaldi,fer úr 4500 kr í 5000 kr. Unglingar greiða hálft árgjald. Reikningar vegna árgjalda 2015 munu birtast í heimabönkum félagsmanna innan tíðar.

Aðalfundur Skotf.Markviss

Posted: febrúar 15, 2015 in Uncategorized

Aðalfundur skotf.Markviss verður haldinn laugardaginn 21 feb næstkomandi að Skúlabraut 9

og hefst kl.16:00