Image

Þá er Norðurlandsmótinu lokið þetta árið.10 keppendur mættu til leiks og fengum við 2 gesti að sunnan, þá Jóhannes P Héðinsson SIH og Gunnar Sigurðsson SR.

Veður var nokkuð gott þó að kuldi hafi aðeins herjað á okkur í gær laugardag en veður fínt í dag sunnudag.

Sigurður Unnar Hauksson frá Húsavík var að skjóta mjög vel um helgina og var með frábært skor að báða dagana.

Eins og kom fram eftir gærdaginn þá bætti Snjólaug M Jónsdóttir Íslandsmet kvenna um 5 dúfur (47 nýja metið) og vantaði ekki nema 3 dúfur að geta skotið sig upp í 2fl.

Skotin voru 2 sett af úrslitum í dag. Fyrir mótið og svo Norðurlandsmeistari.

Það fór svo að Guðlaugur Bragi (SA) hafði betur í bráðabana á móti Sigurði U Hauksyni (SKH). Og einnig varð bráðabani að skera úr um 3ja sæti en þar hafði Guðmann Jónasson MAV betur gegn Sigurði Áka (SA).

Um Norðurlandsmeistaratitilinn tókust á þeir félagar úr Skotfélagi Akureyrar, Sigurður Áki og Guðlaugur Bragi. Og hafði Sigurður Áki betur með 12 dúfur á 11 hjá Guðlaugi Braga. Og í 3ja sæti varð Sigurður Unnar Haukson frá SKH eftir úrslit á móti Brynjar Þ frá MAV

Úrslitin og myndir er hægt að sjá hérna…..
Norðurlandsmót (open)

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AtYyia2bp7n8dEFYZmprSncyN0pzc1RQZkVnSVgzTXc&usp=sharing
Norðurlandsmeistari

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AtYyia2bp7n8dE9YajJCSjF3bnl4eE5XN0QwSXBGQkE&usp=sharing

Myndir

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151773783588329.1073741836.48190593328&type=3&uploaded=100

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir frábært mót og aðstoðarfólk fær sérstakar þakkir fyrir helgina.

Norðurlandsmótið verður svo að öllum líkindum á Akureyri á næsta ári. Vonandi sjáum við sem flesta þar.

Keppendur Markviss hafa haft í nógu að snúast í sumar við mótahald og keppni.

Nú þegar hafa verið haldin 5 Landsmót STÍ og hefur Markviss átt keppendur á þeim öllum. Og verið þokkalega góður árangur.

Íslandsmeistarmótið var haldið í Þorlákshöfn í lok júli og komum við heim með Íslandsmeistartitil og íslandsmet í kvennaflokk

og 3 sæti á móti í karlaflokk.

Einnig áttum við keppendur á Landsmóti UMFÍ sem að einnig var haldið í Þorlákshöfn.

Hérna í Sarpinum hjá RÚV er hægt að sjá frá Landsmótinu. Byrjar á mínútu 7

http://www.ruv.is/sarpurinn/landsmot-umfi/06082013-0

Núna framundan er Landsmót STÍ á Húsavík, Norðurlandsmót á Blönduósi, SR open og svo síðasta mót tímabilsins Bikarmót STÍ sem að verður

haldið að Iðavöllum í Hafnarfirði þetta árið.

Landsmót STÍ gefa öll stig til bikarmeistar og erum við með 2 keppendur í efstu sætum bæði í karla og kvennaflokki.

En þetta árið er baráttan í kvennaflokki mikil þar sem að 2 konur eru jafnar í fyrsta sæti og næsta ekki nema 1 stigi á eftir á þeim.

Hérna er hægt að sjá efstu menn og konur til bikarmeistar

https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/1120040_614634898577280_1063976171_o.jpg

markviss_logo1

Þá er komin ný heimasíða í loftið sem að verður vonandi auðveldara að sinna en þeim síðum sem að hafa nú þegar verið settar upp.

Smátt og smátt munum við bæta við síðuna, endilega fylgist með okkur.